Gullver með lituð ker til að fyrirbyggja stuld.

Nýlega komu til Seyðisfjarðar ný fiskikör sem Sæplast framleiddi fyrir ísfisktogarann Gullver. Körin er rauð að lit rétt eins og skipið en engin önnur sambærileg kör eru þannig á litinn. Hingað til hefur Gullver notað hefðbundin kör sem hafa verið sérmerkt skipinu en eins og hjá fleirum hafa þau kör horfið í verulegu magni. Víða má sjá kör merkt Gullver sem menn hafa tekið traustataki og notað með ýmsum hætti og þá ekki síst undir alls konar rusl. Gera menn sér vonir um að rauði liturinn á körunum minnki líkurnar á að þeim verði stolið. - Frá vefsíðu SVN.is