Íslenska Sjávarútvegsráðstefnan 2016 var haldin í Hörpu.

Sjávarútvegsráðstefnan var haldin í Hörpu 24.-25. nóvember en um 70 fyrirlestrar voru haldnir meðal annars um stöðu sjávarútvegs í dag, áhrif Brexit, tækniþróun, afurðir úr aukahráefnum og margt fleira.

Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að þróun og framförum, hvetja til áframhaldandi vinnu og stuðla að auknum samböndum og samskiptum. Á ráðstefnunni eru tekin fyrir mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og er hún haldin ár hvert. 

Guðni Th. við setningu sjávarútvegsráðstefnunnar 2016

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Sjávarútvegsráðstefnuna 2016

 

Björgúlfur EA eldri og á yngri 

Nýr ísfiskstogari Samherja var sjósettur sl september en hann er einn fjögurra
togara sem er smíðaður fyrir íslenska úgerð með orkusparnað og bætt öryggi í huga.
Kristján Vilhelmsson ræddi m.a. breytingarnar í fyrirlestri sínum um framfarir skipasmíða.

 

Tækniþróunin hefur breytt miklu

Jostein Albert Hefsnes fór yfir tæknibreytingarnar sl. ár í fyrirlestri sínum og
ræddi hvaða áhrif bætt tækni gæti haft í framtíðinni.

 

 

Úrslit forestakosningana í USA hafa valdið spennu víða í heiminum. 

Jens Garðar Helgason ræddi í áhugaverðum fyrirlestri spennu sem nýjustu kosningar
í Bandaríkjunum hafa valdið og hver staðan er í dag í umhverfi sjávarútvegs miðað við áður.  

  

Ítarlegri dagskrá, fyrirlestra og myndir má finna á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar
www.sjavarutvegsradstefnan.is