Sæplast afhendir ITUB 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið

20 þúsundasta  460 lítra PE kerið sem framleitt er fyrir ITUB kom úr verksmiðju Sæplasts á Dalvík í …
20 þúsundasta 460 lítra PE kerið sem framleitt er fyrir ITUB kom úr verksmiðju Sæplasts á Dalvík í lok mars.

Sæplast afhendir ITUB 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið

Í lok mars afhenti Sæplast 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið sem framleitt er fyrir dótturfyrirtækið ITUB en það sérhæfir sig í útleigu á kerum fyrir matvælaiðnað í Evrópu.  Um er að ræða 460 lítra polyethylen einangrað ker sem er mjög sterkbyggt og endingargott og hentar því vel til leiguverkefna.  „Það hefur verið mjög góð sala í þessum kerum á liðnum árum enda eru þau sterkari og endast betur en önnur léttari ker,“ segir Sævaldur Gunnarsson sölustjóri Sæplasts.  Þess má geta að árlega eru framleidd um 50 þúsund ker í verksmiðjum Sæplasts á Dalvík og á Spáni.

Bætt þjónusta

ITUB var stofnað af Sæplasti á Dalvík og norskum sjávarútvegsfyrirtækjum snemma árs 2010 til útleigu á fiskikerum til útgerðarfyrirtækja og fiskvinnslna í Noregi. Á síðasta ári hóf ITUB einnig starfsemi hér á landi og í Danmörku. Sævaldur segir starfsemi ITUB mikilvæga fyrir Sæplast því nú geti fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum að velja hvort þeir vilja kaupa ker eða leigja. „ Það sýnir sig að það er ákveðinn hópur sem hentar betur að leigja ker en kaupa og við lítum á það sem bætta þjónustu við viðskiptavini Sæplasts að geta boðið þennan valkost, hvort sem menn velja að kaupa, leigja eða að fara blandaða leið.“

25 þúsund ker

Hilmar Guðmundsson framkvæmdastjóri ITUB segir fyrirtækið nú vera með 25 þúsund ker frá Sæplasti í leigukerfi sínu en þar af eru sem fyrr segir 20 þúsund 460 lítra PE ker. Hann segir að sérstaða fyrirtækisins á leigumarkaði markist meðal annars af því að því hve sterk, örugg og endingargóð kerin eru.  „Við byggjum útleigukerfi okkar  að mestu leyti á 460 lítra PE kerum því þau eru sterkbyggð, draga ekki í sig vökva þó skemmd verði á þeim og eru því góður valkostur gagnvart hreinlætiskröfum. Að auki eru PE fylltu kerin endurvinnanleg og þannig umhverfislega hagkvæmur valkostur.“  Hilmar segir stærð 460 lítra kera henta mjög vel um borð í fiskiskipum og fyrir flutning á ferskum fiski auk þess sem þau hafi reynst mjög örugg í stöflun og hífingum.

Nánari upplýsingar:

Sævaldur Gunnarsson, sölustjóri Sæplasts:

S: 460 5082

Hilmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ITUB:

S: 460 5044