Sæplast valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja í sjöunda sinn.

Sæplast var valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja í sjöunda sinn.
Sæplast var valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja í sjöunda sinn.

Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Árið 2016 komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Þessu greinir Creditinfo frá.

Sæplast er á lista framúrskarandi fyrirtækja sjöunda árið í röð og þakkar fyrir þessa viðurkenningu.

Á vefsíðu Creditinfo má sjá lista yfir það sem gerir fyrirtæki framúrskarandi. 

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016

 

framúrskarandi