Fréttir

Starfsmaður Sæplast í viðtali hjá Mbl.is

Björn Björnsson smiður frá Dalvík var í skemmtilegu viðtali í þættinum Fagfólkið sem er samstarfsverkefni Mbl.is og Samtök Iðnaðarins en Björn nýtir smíðareynslu sína í samsetningardeilidinni hjá Sæplast.
Lesa meira

Sæplast tekur þátt í CONXEMAR 2016

Lesa meira

Sæplast fær ISO 9001:2015 gæðavottun

Fyrr í sumar fékk Sæplast á Dalvík vottun um að gæðakerfi fyrirtækisins standist kröfur alþjóðlega gæðastaðalsins ISO 9001:2015. Gæðakerfið nær yfir hönnun, framleiðslu og sölu á hverfisteyptum kerjum, lokum, brettum og fylgihlutum, tönkum, brunnum og sand-, olíu – og fituskiljum ásamt sérhönnun viðskiptavina.
Lesa meira

Nýr sölu-og markaðsstjóri hjá Sæplast Iceland

„Nýja starfið leggst afar vel í mig. Ég tek við góðu búi og það skyggir ekki á gleðina að Eyjafjörðurinn er algjör náttúruperla,“ segir Daniel Niddam sem í byrjun júní tók við stöðu sölu- og markaðsstjóra í Evrópu hjá Sæplast Iceland. Daniel er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá Skaganum-3x Technology í 4 ár og þar áður var hann viðskiptastjóri hjá Marel í 10 ár. Daniel segir meginverkefni sitt vera að leiða áframhaldandi markaðssókn fyrirtækisins bæði innan lands og erlendis og að styrkja ímynd Sæplast.
Lesa meira

Addi Klem lætur af störfum hjá Sæplasti

Þann 31. maí sl. var síðasti vinnudagurinn hjá Arnari Klemenssyni hjá Sæplasti. Arnar eða Addi Klem eins og hann er kallaður af vinnufélögunum er á 67 aldursári og kaus að láta af störfum af því tilefni eftir 15 ára starf og gefa sér betri tíma til njóta lífsins
Lesa meira

Vinningshafi í Sæplast þraut er fundinn

Dregið hefur verið úr nöfnum þeirra sem spreyttu sig á að setja sprungu eða gat á Sæplast ker á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Brüssel. Sá heppni er Ahmed Hamodi frá pólska fyrirtækinu Makro og fær hann í verðlaun flugfar fyrir tvo milli Íslands og eins af áfangastöðum WOW air í Evrópu.
Lesa meira

Sæplast ker undir álagi í Brüssel

Á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðasta mánuði var ýmislegt til gamans gert á Sæplast básnum. Meðal annars bauðst gestum að sannreyna styrk Sæplast keranna og voru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem tækist að brjóta Sæplast ker með barefli. Aðalverðlaunin voru flugfar milli Íslands og áfangastaða WOW air í Evrópu.
Lesa meira

Vel heppnuð þátttaka í vörusýningum

„Þátttaka okkar í sýningunni í Brüssel gekk vel og við fengum marga viðskiptavini í heimsókn á sýningarsvæði Sæplasts,“ segir Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Sæplasts en alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Global Expo lauk fyrir skemmstu. Hólmar segir að vegna hryðjuverka í borginni fyrr á árinu hafi menn fundið nokkuð fyrir hertum öryggisráðstöfunum en þrátt fyrir það hafi stemmningin á sýningarsvæðinu verið góð og undirtektir gesta við þeim vörum sem Sæplast sýndi verið góðar.
Lesa meira

Sæplast afhendir ITUB 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið

Í lok mars afhenti Sæplast 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið sem framleitt er fyrir dótturfyrirtækið ITUB en það sérhæfir sig í útleigu á kerum fyrir matvælaiðnað í Evrópu. Um er að ræða 460 lítra polyethylen einangrað ker sem er mjög sterkbyggt og endingargott og hentar því vel til leiguverkefna.
Lesa meira

Ný heimasíða SÆPLAST

Betri þjónusta með nýrri alþjóðlegri heimasíðu.
Lesa meira