Eldurinn í Sæplast í nótt olli minniháttar skemmdum

Eldur kom upp í verksmiðju Sæplast á fimmta tímanum í nótt.

Starfsmenn voru við framleiðslu á einangruðum plastkerum þegar eldurinn kom upp. Við nánari skoðun kom eldurinn upp ofan á einum ofninum í rafmagnsköplum og náðu starfsmenn að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og ljóst er að minniháttar skemmdir urðu á ofninum en mildi þykir að eldurinn náði ekki að læsa sig í loftklæðningu verksmiðjunnar. 

Farið verður strax í að yfirara hvað gerðist og vinna að viðgerðum til að framleiðslan geti haldið áfram.

Á Mbl.is kemur fram að Sæv­ar Freyr Inga­son, lög­reglumaður á Dal­vík, seg­ir að mik­ill viðbúnaður hafi verið vegna elds­ins enda ekki hátt til loft á þess­um stað og því stutt í loft­klæðningu húss­ins. Um er að ræða stórt verk­smiðju­hús og því hefði tjónið geta orðið mikið. Litl­ar skemmd­ir urðu á inn­an­stokks­mun­um og er slökkvi­starfi lokið, að sögn Sæv­ars.

Hólmar Svansson framkvæmdarstjóri segir að mikið mildi þykir að ekki fór verr og ekki urðu slys á fólki. Ljóst er að einhverjar tafir verða á framleiðslunni vegna eldsins en framleiðslan ætti þó að geta farið í eðlilegt horf á næstu dögum.