Nýr sölu-og markaðsstjóri hjá Sæplast Iceland

„Nýja starfið leggst afar vel í mig.  Ég tek við góðu búi og það skyggir ekki á gleðina að Eyjafjörðurinn er algjör náttúruperla,“ segir Daniel Niddam sem í byrjun júní tók við stöðu sölu- og markaðsstjóra í Evrópu hjá Sæplast Iceland.  Daniel er viðskiptafræðingur að mennt  og starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá Skaganum-3x Technology í 4 ár og þar áður var hann viðskiptastjóri hjá Marel í 10 ár. Daniel segir meginverkefni sitt vera að leiða áframhaldandi markaðssókn fyrirtækisins bæði innan lands og erlendis og að styrkja ímynd Sæplast.

Daniel Niddam er uppalinn í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í 25 ár. Hann er kvæntur íslenskri konu og saman eiga þau þrjú börn.  Daniel tekur við starfi sölu- og markaðsstjóra af Hólmari Svanssyni sem nú hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Sæplast Iceland ehf af Daða Valdimarssyni en Daði er í dag framkvæmdastjóri hverfissteypudeildar RPC group, móðurfyrirtækis Sæplasts.