Sæplast í Vladivostok í Rússlandi

Sæplast ásamt hóp íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi heimsóttu borgina Vladivostok í Rússlandi þar sem ráðstefnan Fishermen Congress var haldin 5. og 6. október.

Ásamt Sæplast áttu  Marel, Naust Marine, Nautic/Knarr, Skaginn 3X og Skipasýn sína fulltrúa á staðnum. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu tók þátt í ráðstefnunni.

Samkvæmt vef Íslandsstofu sem hélt utan um verkefnið ásamt íslenska sendiráðinu á staðnum var Rússneskum fyrirtækjum boðið til sérstakrar kynningar á íslenskum sjávarútvegi og samtals um samstarf auk þess sem hópurinn átti jafnframt fund með tveimur aðstoðarfylkisstjórum á austurströndinni. Að auki heimsótti íslenski hópurinn m.a. Vostochnaya Verf skipasmíðastöðina sem hefur áhuga á að bæta smíði fiskiskipa við þau verkefni sem stöðin sinnir nú.

Á ráðstefnunni tók Sæplast og íslensku fyrirtækin þátt í hringborðsumræðum um fiskeldi og um fjárfestingar í sjávarútvegi, fluttu kynningar um nýsköpun og alþjóðasamstarfi.

Þá fluttu bæði sendiherra og fulltrúi Knarr tölu á opnunarathöfninni þar sem m.a. var komið inn á hvernig sjávarútvegurinn hefði breytt Íslendingum úr einni fátækustu þjóð Evrópu í eina af þeim ríkustu og hvernig tæknilausnir íslenskra fyrirtækja hafa gert að verkum að brot af veiði fyrri ára skilar í dag þjóðarbúinu auknum verðmætum.

Var íslenskum lausnum og fyrirtækjum sýndur mikill áhugi auk þess sem sendiherra fór í fjölmörg viðtöl við fjölmiðla.  

 Russia 

Russia Russia