Sæplast tekur þátt í stærstu sjávarútvegssýningu í heimi.

Sæplast er þessa dagana í Brussel að taka þátt í stærstu sjávarútvegssýningu í heimi sem er haldin dagana 24.-27. apríl 2017. Sýningin ber heitið Seafood Expo Global og þetta í 25. skipti sem sýningin er haldin. 

Sýningin er mjög viðamikil en um 79 lönd taka þátt í henni og sýnendur eru rúmlega 1800. Talið er að sýningin muni laða að allt að 26.000 manns sem koma allstaðar að til að berja vörur og hugmyndir augum, bera saman gæði og þjónustu og að læra um það nýjasta í tækni og nýsköpun í sjávarútvegi. 

Einnig fá gestir möguleika á að sjá vörur sem eiga eftir að koma á markaðinn og að styrkja tengslanet sitt enn frekar. 

 

Vefsíða: Seafood Expo Global

 

Myndir frá undirbúningi og sýningunni

 seg seg 

seg seg

seg