Að halda “kúlinu”

VERNDAÐU AFLANN ÞINN MEÐ SÆPLASTISÆPLAST 380 liter containers

Matvælaiðnaðurinn er undir stöðugu eftirliti, eins og vera ber. Framleiðendur og dreifingaraðilar eru á endanum ábyrgir fyrir heilsu þeirra sem þeir þjónusta.

Helsti kostur SÆPLAST keranna er hve sterkbyggð þau eru og einangrunargildið hátt. Þannig helst varan þín kæld og óskemmd í gegnum allt ferlið.

Þetta er vinsælt ker til að nota um borð í litlum og meðalstórum bátum. Það er afar mikilvægt að sjómennirnir tryggi að gæðin spillist ekki strax í fyrsta hlekk keðjunnar. Gæði sem tapast nást aldrei til baka. Vinsældir kersins eru slíkar að það er framleitt bæði á Íslandi og í verksmiðju okkar á Spáni, til að þjónar betur evrópskum viðskiptavinum okkar.

Matvara er afar viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi. Fátt er því mikilvægara en góð kæling við meðhöndlun. Með því að nota SÆPLAST kerin er rýrnun haldið í lágmarki og öryggi vörunnar tryggt.

Lokin eru tvöföld til þess að tryggja að jafnt hitastig. Við mælum sterklega með því að lok séu notuð á kerin til að hámarka gæði vörunnar og lágmarka ísnotkun. Lokið er síðan tryggilega fest á með gúmmíteygjum.

Við hjá SÆPLAST einsetjum okkur að halda aflanum þínum köldum. Þess vegna erum við stöðugt að auka við þekkingu okkar til þess að geta bætt hönnun okkar enn frekar.