Icefish: 12. sýningin á 33 ára sýningarferli.

Bás Sæplast á íslensku sjávarútvegssýningunni 2017
Bás Sæplast á íslensku sjávarútvegssýningunni 2017

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra setti íslensku sjávarútvegssýninguna ásamt bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Ólafssyni en sýningin var sett að þessu sinni í tólfta sinn, haldin fyrst sama ár og Sæplast hóf störf, árið 1984. Sýningin var haldin sl. viku, dagana 13.- 15. september. 

„Þegar samkeppni um markaði fer harðnandi er svarið aukin þekking, nýsköpun og þróun, líkt og við Íslendingar höfum gert, en jafnframt er brýnt að við miðlum farsælli sögu íslensks sjávarútvegs á umliðnum árum. Þar spilar Íslenska sjávarútvegssýningin stórt hlutverk sem vettvangur fyrir tengslamyndun og miðlun upplýsinga,“ sagði Þorgerður í opnunarávarpi sínu.

Sýningin þótti einkar glæsileg og mikið lagt í básana. Þorgerður Katrín og Ármann litu við á Sæplast básnum og fræddust um starfsemi Sæplast. 

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti einnig bás Sæplast og ræddi við Daða Valdimarsson framkvæmdastjóra og Daniel Niddam sölu- og markaðsstjóra um lausnir varðandi endurnýtingu kerjanna. Einnig heimsóttu básinn fulltrúar iðnaðarins frá ýmsum löndum til að fræða sig um vörurnar og starfsemina en mikil aukning er á þátttakendum frá fjarlægum stöðum á borð við Bangladess, Indland, Perú, Bandaríkin, Tyrkland, Spán, Portúgal og Litháen en síðan sýningin var haldin síðast hefur aukningin á alþjóðlegum þátttakendum aukist um 41%.

Sæplast hefur tekið þátt í sýningunni frá upphafi og nefnir Sævaldur Jens Gunnarsson sölustjóri að sýningin hafi verið í gegnum tíðina mikilvægur gluggi til þess að tengjast viðskiptavinunum og kynna vörur Sæplast.

 

 Myndir frá sýningunni: 

Icefish Icefish

Icefish Icefish 

Icefish Icefish