Fréttir

Sýning Sjóminjasafnsins - Fiskur og fólk, sjósókn í 150 ár.

Sjóminjasafnið enduropnaði helgina 9. og 10. júní með tveimur glæsilegum sýningum og koma Sæplast ker við sögu í annarri þeirra.
Lesa meira

Litrík söfnunarker til flokkunar á sorpi.

Í samstarfi við Samherja hefur Sæplast framleitt söfnunarker til flokkunar á sorpi á sjó, og hófst framleiðsluferli kerjanna sl. september.
Lesa meira

iTub ker komin yfir 35 þúsund

Árið byrjar vel hjá systurfélagi Sæplast, iTub, en fyrirtækið framleiddi á dögunum ker númer 35.000 til leigu til viðskiptavinar erlendis. iTub var stofnað árið 2010 af Sæplast og norskum sjávarútvegsfyrirtækjum með því markmiði að leigja út ker í Noregi. Seinna fór fyrirtækið einnig að leigja út ker til annarra landa.
Lesa meira

Sæplast í Vladivostok í Rússlandi

Sæplast ásamt hóp íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi heimsóttu borgina Vladivostok í Rússlandi þar sem ráðstefnan Fishermen Congress var haldin 5. og 6. október.
Lesa meira

Öryggi er ekkert slys!

Vikuna 15.-22. október var öryggisvika Sæplast en vikan er partur af árlegu öryggisátaki RPC group.
Lesa meira

Icefish: 12. sýningin á 33 ára sýningarferli.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra setti íslensku sjávarútvegssýninguna ásamt bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Ólafssyni en sýningin var sett að þessu sinni í tólfta sinn, haldin fyrst sama ár og Sæplast hóf störf, árið 1984. Sýningin var haldin sl. viku, dagana 13.- 15. september.
Lesa meira

Sæplast í Vietfish í Víetnam dagana 29.-31. ágúst

Vietfish, ein stærsta sjávarútvegssýning í Asíu var haldin dagana 29.-31. ágúst í Ho Chi Minh í Víetnam. Sýningin er núþegar gríðarlega stór, tæplega 9 þúsund fermetrar með yfir 350 básum frá sýnendum frá um 14 löndum. Heimsóknir á sýninguna fóru vel yfir 16 þúsund og því ljóst að sýningin er gott tækifæri til þess að kynna vörur á borð við Sæplast kerin sem eru hönnuð með stykleika, endingu og að tryggja gæði vörunnar í huga. Ísland þykir vera ofarlega á lista yfir þau megin lönd sem sýna vörur á Vietfish.
Lesa meira

Sæplast styrkir börn sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn.

Undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum sem eru að byrja í 1. bekk í Dalvíkurskóla skólatöskur og allt sem til þarf í töskurnar. Sæplast tók við af Dalpay Dalvík en hafði Dalpay þá gefið krökkunum töskur í nokkur ár. „Okkur fannst mikilvægt að þessari hefð yrði haldið áfram. Hugmyndin er að allir fari jafnir inn í skólann, allir geti fengið það sem þarf fyrir skólagönguna og til að létta aðeins undir foreldrum því skólatöskur og skólagögn geta kostað þónokkuð“ segir Borhildur Freyja Rúnarsdóttir, fjármálastjóri Sæplast.
Lesa meira

Aqua Nor sýningin var haldin í Þrándheimi dagana 15.-18. ágúst.

Frá árinu 1979 hefur Aqua Nor sýningin verið haldin og er hún með þeim stærstu þegar kemur að sýningum um fiskeldistækni. Margskonar nýjungar koma fram ár hvert til að bæta fiskeldi og auka afköst og hafa um 20.000 manns sótt sýninguna frá 76 löndum. Starfsmenn Sæplast tóku þátt í sýningunni og sýndu meðal annars Sæplast 460 einangruð ker, Nordic ker og Buggy vöruvagna.
Lesa meira

Starfsafmæli

Fjórir starfsmenn eiga stór starfsafmæli á árinu og fengi þau viðurkenningar á síðasta starfsmannafundi. Á myndina vantar Sævald en hann á 10 ára starfsafmæli á árinu. Borghildur Freyja á 20 ára starfsafmæli. Björn fagnar 20 árum hjá fyrirtækinu og Jón Már sömuleiðis 20 árum. Til hamingju!
Lesa meira