Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Fiskidagurinn mikli var haldinn í 18. sinn helgina 10.-12. ágúst og áætla má að um 36.000 gestir hafi heimsótt Dalvík í blíðskaparveðri þessa helgi.
Á Fiskidaginn er boðið upp á ýmsa fiskrétti frítt fyrir alla að njóta og er það orðið álitamál hvort Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins sé með samning við veðurguðina þar sem veðrið á Fiskidaginn mikla er alltaf upp á 10. Gekk það einnig eftir þetta árið.
Á bryggjuna kl 11:00 þegar dagskráin hófst voru Starfsmenn Sæplast mættir ásamt fjölskyldu og 4 pizzagerðarmönnum til að bera fram hina vinsælu saltfiskpizzu en bakaðar voru alls 18 risapizzur fyrir gesti, samtals 72 fermetrar. Úr þessu urðu til 7.000 pizzasneiðar sem var deilt út á hafnarsvæðinu á Fiskidaginn.
Saltfiskpizzan er samstarfsverkefni Sæplast, Greifans og Ektafisks og fóru á pizzurnar alls 120 kg af osti, 130 kg af saltfiski og 60 kg af svörtum ólífum. Mikil stemning var á hafnarsvæðinu enda fjölbreytt dagskrá og lífleg tónlistaratriði. Um kvöldið voru haldnir tónleikar þar sem margir þekktir tónlistarmenn komu fram og endaði dagskráin með viðamikilli flugeldasýningu í boði björgunarsveitarinnar.
Sæplast vill koma á framfæri miklu þakklæti til starfsmannanna og samstarfsaðilanna sem létu þetta allt ganga upp og gott betur.
Baksturinn. Myndir: Andri Marinó
Fiskidagurinn mikli. Myndir: Friðrik Vilhelmsson.