Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Árið 2010 fór Creditinfo að taka saman lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur. Skilyrðin eru:
Í 11 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.
Sæplast Iceland ehf er á listanum í ár ásamt ca 2% af öllum fyrirtækjum landsins. Sæplast hefur verið á þessum lista í 11 ár samfleytt eða allt frá upphafi. Það eru rétt rúm 60 fyrirtæki sem hafa verið á listanum frá upphafi eða um 0,15% af öllum fyrirtækjum landsins!