Íslenska sjávarútvegssýningin haldin 13. september 2017.

Íslenska sjávarútvegssýningin verður formlega opnuð þann 13. september 2017 en sýningin er haldin frá miðvikudegi til föstudags. Sýningin er haldin þriðja hvert ár og var fyrsta sýningin sett árið 1984. 

Aðsókn hefur aukist töluvert frá upphafi og á síðustu sýningu mættu um 15 þúsund gestir til að berja nýjungar augum og taka þátt í þróun og vexti fyrirtækja. 

Samkvæmt vefsíðu sýningarinnar má rekja mikla velgengni til umfangsmikillar markaðssetningar bæði heima og erlendis. Tímaritið World Fishing & Aquaculture hefur átt stóran þátt í kynningu sýningarinnar sl. ár. 

Öll samtök í sjávarútvegi og tengd fyrirtæki sjá sér mikinn hag í þátttöku. Hópar frá Austurlöndum fjær, Norður- og Suður-Ameríku og Afríku mættu á sýninguna síðast og vonin er sú að sá hópur verði enn stærri þetta árið. 

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða veitt í sjöunda sinn ásamt því að haldin verður önnur Icefish-ráðstefnan.
Þar verður þemað „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ en Íslendingar eru í fremstu röð á því sviði

Frekari upplýsingar á: 

http://www.icefish.is