iTub ker komin yfir 35 þúsund

iTub ker. Ker númer 35.000 var framleitt á dögunum.
iTub ker. Ker númer 35.000 var framleitt á dögunum.

Árið byrjar vel hjá systurfyrirtæki Sæplast, iTub, en fyrirtækið framleiddi á dögunum ker númer 35.000 til leigu fyrir viðskiptavin í Noregi. 

Sævaldur Gunnarsson, sölustjóri Sæplast segir að fyrir tíma leigukerja hafi PE 460 lítra kerin verið mjög söluhá vegna stöðugleika og stykleika. "Þau eru virkilega endingargóð og þessvegna eru þessi ker tilvalin á leigumarkaðinn". Alls eru um fimmtíu þúsund ker af ýmsum stærðum og gerðum framleidd árlega í verksmiðjum Sæplast á Dalvík og á Spáni. 

Framkvæmdarstjóri iTub, Hilmar Guðmundsson segir fyrirtækið mikilvægt vegna þess að nú er hægt að bjóða viðskiptavinum bæði að leigja og kaupa ker eða beggja blands. Sumir einstaklingar og fyrirtæki velja það frekar að leigja ker en kaupa og segir Hilmar að stöðug aukning hafi verið í kerjaleigu ár frá ári. 

Nú eru komin yfir 35 þúsund ker í leigu og segir Hilmar að megin styrkleiki iTub sé að geta boðið upp á vönduð og sterk ker sem endast vel. Kerin eru endurvinnanleg og eru því góður kostur fyrir umhverfið. Kerin eru að mestu notuð undir ferskan fisk, þau þola stöflun mjög vel og því mjög vel útbúin í alls kyns matvælaflutning. 

 

Frekari upplýsingar: 

Hilmar Guðmundsson framkvæmdarstjóri iTub

Sími: 460 5044

iTub vefsíða:

itub