Litrík söfnunarker til flokkunar á sorpi.

Í samstarfi við Samherja hefur Sæplast framleitt söfnunarker til flokkunar á sorpi á sjó, og hófst framleiðsluferli kerjanna sl. september.

Söfnunarkerin hafa nú þegar verið tekin í notkun á öllum ísfiskskipum Samherja og ÚA og hafa kerin gefist vel. Síðustu daga var seinni framleiðslulotan tekin í notkun á línuskipinu Önnu EA 305 og uppsjávarskipunum Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 og Margréti EA 710. 

11 sett hafa verið framleidd síðustu vikur en í hverju setti eru söfnunarhólf fyrir pappír, plast, málma, olíu og fyrir almennt sorp.

Að sögn Sævaldar Gunnarssonar, sölustjóra Sæplast er markmiðið með söfnunarkerunum að minnka kostnað við losun úrgangs og mæta auknum kröfum um endurvinnslu á sorpi. Kerin eru í mismunandi litum og eru hólfin merkt með viðeigandi merkingum. 

Hægt er að hafa samband við Sævald til frekari upplýsinga um söfnunarkerin:

Sævaldur Jens Gunnarsson

saevaldur.gunnarsson@saeplast.com

S: 460 5082 og 898 5076 

 

Söfnunarker Söfnunarker Söfnunarker
Söfnunarker Söfnunarker Söfnunarker