Öskudagsnammið keypt af Kaupum til góðs.

Öskudagurinn nálgast og þá þarf að eiga sælgæti fyrir þau yngstu sem koma og syngja í allskyns búningum. 

Öskudagsnammið kaupir Sæplast af Kaupum til góðs sem selur rekstrarvörur til fyrirtækja en jafnframt styrkir ýmis málefni í leiðinni. 

Sæplast kaupir einnig pappír frá fyrirtækinu og aðrar nauðsynjavörur en að þessu sinni fer styrkurinn til blindra barna á Íslandi.

Af vefsíðu Kaupum til góðs

Kaupum til góðs ehf selur rekstrarvörur til fyrirtækja. Með því að beina viðskiptum til Kaupum til góðs geta fyrirtæki keypt nauðsynjar fyrir reksturinn og styrkt gott málefni á sama tíma. 10% af söluverði rennur til samstarfsaðila okkar sem nýta peningana til góðra verka. Með þessum hætti hafa viðskiptavinir Kaupum til góðs safnað fé til að styrkja langveik börn, fjármagnað tölvur og tækjabúnað fyrir blind börn, stuðlað að grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini, stutt við bakið á börnum og ungu fólki sem greinist með krabbamein og komið að öðrum mikilvægum verkefnum.

 

kaupum til góðs