Sæplast í Noregi

Sæplast tekur þátt í sýningunni Aqua Nor 2021 í Noregi dagana 24-27 ágúst næstkomandi. Þar verða vörur sýnilegar ásamt góðu fólki til að ræða við um nýtingu kerjanna og nýjungar.

Aqua Nor hefur verið haldin síðan 1979 og hefur stækkað með hverju árinu.  Undanfarin ár hafa um 20.000 gestir mætt á sýninguna og rætt við þá sem taka þátt ásamt því að skoða hvaða nýjungar eru væntanlegar á markaðinn.