Sæplast í Vietfish í Víetnam dagana 29.-31. ágúst

Vietfish, ein stærsta sjávarútvegssýning í Asíu var haldin dagana 29.-31. ágúst í Ho Chi Minh í Víetnam. 

Sýningin hefur verið haldin frá árinu 1998 og fer ört stækkandi.

Sýningin er núþegar gríðarlega stór, tæplega 9 þúsund fermetrar með yfir 350 básum frá sýnendum frá um 14 löndum. Heimsóknir á sýninguna fóru vel yfir 16 þúsund og því ljóst að sýningin er gott tækifæri til þess að kynna vörur á borð við Sæplast kerin sem eru hönnuð með stykleika, endingu og að tryggja gæði vörunnar í huga. Buggy vöruvagn og Sæplast vörubrettin voru einnig kynnt á sýningunni en Ísland þykir vera ofarlega á lista yfir þau megin lönd sem sýna vörur á Vietfish. 

 

Sýningin þótti heppnast vel og var öflugt teymi Sæplast á staðnum til þess að kynna vörurnar. 

 

Vefsíða Vietfish

Myndir frá sýningunni 

 vietfish vietfish

vietfish vietfish