Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðasta mánuði var ýmislegt til gamans gert á Sæplast básnum. Meðal annars bauðst gestum að sannreyna styrk Sæplast keranna og voru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem tækist að brjóta Sæplast ker með barefli. Aðalverðlaunin voru flugfar milli Íslands og áfangastaða WOW air í Evrópu.
Eftir að hafa fengið viðeigandi öryggishlífar fóru þátttakendur inn í sérstakt búr með barefli að eigin vali þar sem þeir gátu reynt sig við 660 L PE Sæplast keri. Hver þátttakandi fékk þrjár tilraunir til að brjóta gat á kerið.
Alls spreyttu 48 gestir sig við þessa þraut og voru þeir ýmist vopnaðir klaufhamri eða sleggju. Leikurinn vakti mikla athygli og safnaðist oft fjöldi fólks saman til að fylgdist með viðureign gesta við Sæplast kerið.
Þátttakendur voru á einu máli um að styrkur kersins hafi komið þeim verulega á óvart. Aðeins 8 þátttakendur náðu að brjóta ytra byrði kersins og er athyglisvert að þær sprungur sem gestir náðu að gera voru allar á sama stað innan í kerinu nálægt botni. Í raunverulegri notkun reynir hins vegar nánast aldrei á þennan hluta kersins því við hönnum þesss var eðli málsins samkvæmt lögð áhersla á að styrkur þess væri mestur í kringum álagsfletina sem mest reynir á.
Vegna þess hve fáum tókst að setja sprungur í Sæplast kerið var ákveðið að draga úr nöfnum allra sem spreyttu sig við þrautina. Á næstu dögum verður dregið úr nöfnum þeirra og verður vinningshafinn kynntur hér á síðunni. Í millitíðinni er hægt að skoða á meðfylgjandi myndum viðureignir þeirra sem tóku þátt í þessum skemmtilega og upplýsandi leik. Við þökkum öllum sem tóku þátt.
Myndir frá þessum skemmtilega atburði eru hér - Brussels - Stress test