Sæplast styrkir börn sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn.

Undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum sem eru að byrja í 1. bekk í Dalvíkurskóla skólatöskur og allt sem til þarf í töskurnar.

Sæplast tók við af Dalpay Dalvík en hafði Dalpay þá gefið krökkunum töskur í nokkur ár. 

„Okkur fannst mikilvægt að þessari hefð yrði haldið áfram. Hugmyndin er að allir fari jafnir inn í skólann, allir geti fengið það sem þarf fyrir skólagönguna og að létta aðeins undir foreldrum því skólatöskur og skólagögn geta kostað þónokkuð“ segir Borhildur Freyja Rúnarsdóttir, fjármálastjóri Sæplast.

„Nú hefur Dalvíkurskóli ákveðið að gefa öllum börnum í öllum bekkjum skólagögnin í töskurnar sínar sem er frábært og vonandi fylgja fleiri skólar því fordæmi“

Sæplast hefur fengið athugasemdir með litina á töskunum, yfirleitt hafa stelpur fengið rauðar eða bleikar og strákar svartar eða bláar.

„Þessar athugasemdir eru nú ekki alvarlegar, auðvitað meiga krakkarnir velja hvorn litinn þau vilja. Við tókum þetta fyrir og áttum erfitt með að finna töskur sem okkur fannst fallegar og á sama tíma mögulega fyrir bæði kyn þannig að við enduðum með þessar töskur, sem okkur finnst bæði flottar og mjög hagnýtar fyrir krakkana, og við vonum að þau séu ánægð með töskurnar sínar“ 

 

Myndir frá afhendingunni

skólatöskur skólatöskur 

skólatöskur  skólatöskur