Skólatöskur í Dalvíkurskóla

1.bekkur fær skólatöskur

Undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum, sem eru að hefja
skólagöngu sína í 1. bekk í Dalvíkurskóla, skólatöskur og var
engin undantekning á því þetta árið. Venjan hefur verið að börnin
geri sér ferð í Sæplast til að þiggja gjöfina en vegna aðstæðna þetta
árið var ákveðið að Sæplast kæmi töskunum í skólann sem afhenti
nemendum þær á fyrsta skóladegi.