Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Á dögunum skruppu tveir starfsmenn Sæplasts, Valur Júlíusson og Jón Sæmundsson í gæðaferð á vegum Gæðastjórnunarfélags Norðurlands en félagið var stofnað þann 14. maí 2013 með aðkomu þrettán fyrirtækja að stofnun félagsins. Í dag eru aðildarfélögin 25 talsins.
Samkvæmt upplýsingum frá félaginu er tilgangur þess er að efla tengslanet þeirra er koma að gæðamálum fyrirtækja og stofnanna og stuðla að aukinni fræðslu um gæðamál á svæðinu, t.d. með reglulegum félagsfundum, kynningum og námskeiðum.
Valur og Jón hófu ferð sína í Bústólpa, en þar tók Hanna Dögg Maronsdóttir aðstoðarframkvæmdarstjóri á móti fólkinu. Hún tók létta kynningu á starfsemi Bústólpa og fór yfir gæðakerfið þeirra.
Næst var farið í Norðlenska, þar sem Bára Eyfjörð Heimisdóttir gæðastjóri Norðlenska fór yfir innleiðingu á ISO 22000 en það er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur til stjórnkerfis fyrir öryggi matvæla.
Síðast var farið í Norðurorku, þar tók á móti fólkinu Gunnur Ýr Stefánsdóttir, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Norðurorku sem fjallaði þau mál sem þar eru efst á baugi tengd rekstri gæðakerfisins.
Gæðamál eru mikilvægur partur af framleiðslu Sæplast og frá því að Gæðastjórnunarfélag Norðurlands var stofnað hefur það sýnt sig að þrátt fyrir margbreytileika í innleiðingarferlum þá fellst mikill lærdómur að því að deila reynslu og þekkingu af gæðamálum.
Vefsíða Gæðastjórnunarfélags Norðurlands