Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Dregið hefur verið úr nöfnum þeirra sem spreyttu sig á að setja sprungu eða gat á Sæplast ker á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Brüssel. Sá heppni er Ahmed Hamodi frá pólska fyrirtækinu Makro og fær hann í verðlaun flugfar fyrir tvo milli Íslands og eins af áfangastöðum WOW air í Evrópu.
Á sýningunni gafst gestum sem heimsóttu Sæplast básinn tækifæri til að sannreyna styrk keranna og voru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem tækist að brjóta gat á Sæplast ker. Alls spreyttu 48 gestir sig við þrautina og voru þeir ýmist vopnaðir klaufhamri eða sleggju. Aðeins 8 þátttakendum tókst að brjóta annað byrði kersins og voru sprungurnar allar á sama stað, neðarlega á innanverðu kerinu. Þetta kemur ekki á óvart því við raunverulega notkun reynir lítið á þennan hluta kersins og við hönnum þess var því lögð áhersla á aukinn styrk við álagsfletina sem mest reynir á. Vegna þess hve fáum tókst að setja sprungu í kerið var ákveðið að draga vinningshafann úr nöfnum allra sem tóku þátt í þrautinni. Leikurinn vakti talsverða athygli og safnaðist fjöldi fólks saman til að fylgjast með viðureign gesta við kerið. Við þökkum öllum sem lögðu sitt af mörkum við að sýna styrk Sæplast keranna.