07.09.2017
Vietfish, ein stærsta sjávarútvegssýning í Asíu var haldin dagana 29.-31. ágúst í Ho Chi Minh í Víetnam.
Sýningin er núþegar gríðarlega stór, tæplega 9 þúsund fermetrar með yfir 350 básum frá sýnendum frá um 14 löndum. Heimsóknir á sýninguna fóru vel yfir 16 þúsund og því ljóst að sýningin er gott tækifæri til þess að kynna vörur á borð við Sæplast kerin sem eru hönnuð með stykleika, endingu og að tryggja gæði vörunnar í huga. Ísland þykir vera ofarlega á lista yfir þau megin lönd sem sýna vörur á Vietfish.
Lesa meira
31.08.2017
Undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum sem eru að byrja í 1. bekk í Dalvíkurskóla skólatöskur og allt sem til þarf í töskurnar.
Sæplast tók við af Dalpay Dalvík en hafði Dalpay þá gefið krökkunum töskur í nokkur ár.
„Okkur fannst mikilvægt að þessari hefð yrði haldið áfram. Hugmyndin er að allir fari jafnir inn í skólann, allir geti fengið það sem þarf fyrir skólagönguna og til að létta aðeins undir foreldrum því skólatöskur og skólagögn geta kostað þónokkuð“ segir Borhildur Freyja Rúnarsdóttir, fjármálastjóri Sæplast.
Lesa meira
29.08.2017
Frá árinu 1979 hefur Aqua Nor sýningin verið haldin og er hún með þeim stærstu þegar kemur að sýningum um fiskeldistækni. Margskonar nýjungar koma fram ár hvert til að bæta fiskeldi og auka afköst og hafa um 20.000 manns sótt sýninguna frá 76 löndum.
Starfsmenn Sæplast tóku þátt í sýningunni og sýndu meðal annars Sæplast 460 einangruð ker, Nordic ker og Buggy vöruvagna.
Lesa meira
12.06.2017
Fjórir starfsmenn eiga stór starfsafmæli á árinu og fengi þau viðurkenningar á síðasta starfsmannafundi.
Á myndina vantar Sævald en hann á 10 ára starfsafmæli á árinu.
Borghildur Freyja á 20 ára starfsafmæli.
Björn fagnar 20 árum hjá fyrirtækinu og Jón Már sömuleiðis 20 árum.
Til hamingju!
Lesa meira
18.05.2017
Íslenska sjávarútvegssýningin verður formlega opnuð þann 13. september 2017 en sýningin er haldin frá miðvikudegi til föstudags. Sýningin er haldin þriðja hvert ár og hefur hún verið haldin frá árinu 1984.
Aðsókn óx um 12% miðað við sýninguna 2011 og alls sóttu hana 15.219 gestir síðast, þar með taldir hópar frá Austurlöndum fjær, Norður- og Suður-Ameríku og Afríku.
Lesa meira
08.05.2017
Nýlega komu til Seyðisfjarðar ný fiskikör sem Sæplast framleiddi fyrir ísfisktogarann Gullver. Körin er rauð að lit rétt eins og skipið en engin önnur sambærileg kör eru þannig á litinn. Hingað til hefur Gullver notað hefðbundin kör sem hafa verið sérmerkt skipinu en eins og hjá fleirum hafa þau kör horfið í verulegu magni. Víða má sjá kör merkt Gullver sem menn hafa tekið traustataki og notað með ýmsum hætti og þá ekki síst undir alls konar rusl. Gera menn sér vonir um að rauði liturinn á körunum minnki líkurnar á að þeim verði stolið. - Frá vefsíðu SVN.is
Lesa meira
25.04.2017
Sæplast er þessa dagana í Brussel að taka þátt í stærstu sjávarútvegssýningu í heimi sem er haldin dagana 24.-27. apríl 2017.
Lesa meira
31.03.2017
Á dögunum tók Sæplast þátt í sýningu Salon Halieutis sem haldin var í Agadir í Marokkó
Lesa meira
28.03.2017
Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum hefur verið viðskiptavinur Sæplast í yfir 20 ár. Bergur-Huginn ehf gerir út tvo öfluga togbáta, Vestmannaey Ve 444 og Bergey Ve 544 sem hafa aflað vel og eru með tæp fjögurþúsund tonn á ári, sem þýðir að það er mikil notkun á kerum hjá þeim.
Lesa meira
24.03.2017
Sæplast einangruð ker eru þekkt fyrir að vera sterk og endingargóð en alltaf geta skemmdir komið fyrir til dæmis þegar keyrt er harkalega með gaffallyftara utan í kerin.
Lesa meira