Vöruupplýsingar
Engin tilboðsbeiðni

Engin tilboðsbeiðni

Samanburður (0)
Sambyggð sand- og olíuskilja 1,45m3 NS 3 Gerð II

Sambyggð sand- og olíuskilja 1,45m3 NS 3 Gerð II

Sambyggð sand- og olíuskilja 1,45m3 NS 3 Gerð II Sambyggð sand- og olíuskilja 1,45m3 NS 3 Gerð II
PE

Fyrir hámarks varmaeinangrun

Fyrir hámarks styrk

Ytri málInnanmál
L242NA
B139NA
H144NA
Þyngd149 kg. Rúmmál1450 /1250 lítrar Intak/úttak110 /160 mm
Vörunúmer.: 3401450
Verðmeð VSK
1 kr.

Vörulýsing

Plastskiljur úr Polyethylene eru notaðar til hreinsunar í frárennsliskerfum fyrirtækja og bæjarfélaga. Með búnaðinum má skilja fitu, olíur, sand og önnur óæskileg efni úr frárennsli.

Olíuskiljur

Olíuskiljurnar eru mengunarvarnarbúnaður til þess að hreinsa eðlislétt, vatnsfælin efni, t.d. olíu eða önnur kolvetni úr frárennslisvatni. Virknin byggist á því að olía eða vatnsfælin efni hafa tilhneigingu til þess að skiljast frá vatni og vegna minni eðlismassa safnast þau ofaná. Sá tími sem þarf til þess að aðskilnaður eigi sér stað er mismunandi eftir eðli efnanna og dropastærð olíunnar, þ.e. hvernig olían blandaðist eða hrærðist saman við frárennslisvatnið.
Til þess að reikna út þá lágmarksstærð á olíuskilju verður að liggja fyrir viðmiðunarstreymi úr húsinu/ planinu. Dvalartími vatnsins í skiljunni þarf að vera a.m.k. 1 klst. 
Allar almennar upplýsingar um olíuskiljur má nálgast hjá Umhverfisstofnun (www.ust.is). Byggingafulltrúar ákveða um stærðir skilja í hverju tilfelli fyrir sig

Meiri Upplýsingar

Sambyggðar sand og olíuskiljur
Við bjóðum sambyggðar sand- og olíuskiljur til hreinsunar á menguðu vatni frá fyrirtækjum. Virkni skiljunnar er þannig að sandskiljan tekur við sandi, leðju og öðru botnfalli úr frárennsli áður en það fer í olíuskiljuna. Mikilvægt er að hafa sandskilju framan við olíuskiljur til þess að minnka álagið á þær og tryggja að virkni þeirra verði sem best. Stærð sandskiljunnar ræðst af vatnsrennslinu og skal miða við að dvalartími í sandskiljunni sé 9 mínútur,en lágmarksstærð er þó 1 m3.

Vöktunarbúnaður
Fáanlegur er með olíuskiljunum viðvörunarbúnaður sem lætur vita þegar olíumagn í skilju nær 90% af olíurými hennar.

Minni Upplýsingar