Heilsu- og öryggisstefna

 

Starfsemi okkar verður hagað á þann veg að allir sem taka þátt í verkefnum okkar njóti öruggs og heilsusamlegs vinnuumhverfis. 
Við gerum aldrei málamiðlanir um öryggi.

Ábyrgð
Allir hjá RPC eru ábyrgir fyrir eigin öryggi og fyrir öryggi annarra sem störf þeirra hafa áhrif á –örugg vinnubrögð eru skilyrði þess að vinna hjá RPC.

Forysta
Stjórnendur munu ganga á undan með góðu fordæmi og hafa heilsu og öryggi í fyrirrúmi. Sérhver starfsmaður er ábyrgur fyrir eigin heilsu og öryggi. Framganga okkar á að vera öðrum jákvæð fyrirmynd.

Öruggir vinnustaðir og tækjabúnaður
Hvarvetna í fyrirtækinu kappkostum við að bæta sífellt öryggi tækjabúnaðar okkar, vinnuumhverfi og heilsueflingu starfsfólks okkar á vinnustað með því að fá starfsfólk til að taka þátt, þjálfa það á viðeigandi hátt og hvetja það áfram við að þróa menningu heilbrigðis og öryggis innan RPC.

Að koma auga á hættur og hamla gegn þeim
Allt starfsfólk RPC tekur virkan þátt í að koma auga á mögulegar hættur. Þær hættur tökum við alvarlega, metum þær, förum með þær sem forgangsatriði og útrýmum þeim þar sem hægt er. Sé ekki hægt að útrýma þeim grípum við til viðeigandi ráðstafana til að hamla gegn þeim. Til að efla frekar andrúmsloft sífelldra framfara hefur starfsfólk okkar aðkomu á öllum stigum ferlisins.

Verktakar og samstarfsfólk
Viðmið okkar og skilyrði um hegðun og frammistöðu á sviði heilsu og öryggis gilda jafnt um verktaka og starfsfólk RPC. Við tryggjum að verktakar okkar beri skynbragð á kerfi okkar og verklagsreglur og fylgi þeim í hvívetna.

Að læra af reynslunni
Við rannsökum rækilega atvik og hugsanlega hættulega atburði. Við komumst að niðurstöðu um frumorsakir og grípum hratt og örugglega til aðgerða til að koma í veg fyrir endurtekningu. Ítarlegum upplýsingum um orsakir og mótaðgerðir verður deilt um öll fyrirtæki okkar. Allir hjá RPC eru hvattir til að deila góðum starfsháttum, taka þá upp og læra af reynslu annarra.

Eftirlit og endurskoðun
Við höldum áfram þróun kerfa til að mæla frammistöðu og deilum niðurstöðunum með samstarfsaðilum okkar sem munu kappkosta að ýta á jákvæðan hátt undir framfarir. Með reglulegu millibili gerum við ítarlega úttekt á starfsemi okkar með öryggiskerfi okkar og hegðun í brennipunkti og nýtum þann auð sérþekkingar sem samstæðan og aðilar utan hennar búa yfir. Með því að draga fram dæmi um framúrskarandi árangur og fella þau inn í starfsemi okkar um gjörvalla samstæðuna, kappkostum við að bæta almennt gæði frammistöðunnar í heilsu- og öryggismálum.