Umhverfis- heilsu og öryggisstefna

 

Umhverfis- heilsu og öryggisgildi Sæplast

 

  • Sama hversu áríðandi verk okkar eru þá tökum við alltaf þann tíma sem þarf til að vinna þau á öruggan hátt
  • Sérhvert okkar er ábyrgt fyrir áhrifum okkar á umhverfið
  • Við framkvæmum aðeins verk sem við höfum öðlast þjálfun til að gera og höfum réttindi til að vinna
  • Við styttum okkur ekki leið ef það ógnar öryggi okkar
  • Við notum aldrei tæki sem standast ekki öryggiskröfur
  • Við leggjum okkur fram um að finna, skrá og fjarlægja áhættur sem geta ógnað heilsu, öryggi og umhverfinu
  • Við skiptum okkur af og bendum öðrum á ef þeir hegða sér á óöruggan hátt
  • Við notum alltaf persónuhlífar sé þeirra krafist
  • Við tryggjum að gestir og verktakar þekki og fari eftir öryggisreglum okkar