Styrkumsókn

Sæplast tekur samfélagslega ábyrgð sína afar alvarlega og styður margvísleg samfélagsverkefni á myndarlegan hátt. Margir leita til okkar eftir stuðningi og samstarfi og veljum við því vandlega aðila og félagasamtök sem við styðjum við bakið á.

Sæplast hefur haft að leiðarljósi að styrkja nærsamfélag sitt og hefur æskulýðsstarf á starfssvæði Sæplasts með öflugt og vel skipulagt sjálfboðastarf notið þess ríkulega.

Aðilar sem óska eftir stuðningi eða styrk frá Sæplasti fyrir sýna viðburði eða verkefni eru vinsamlegast beðnir um að fylla út formið hér að neðan. Við reynum að svara öllum umsóknum sem okkur berast samkvæmt stefnu fyrirtækisins varðandi samfélagslega ábyrgð. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla styrkumsókna taki allt að þremur vikum.