Gæðastefna

 

Gæðastefna Sæplast Iceland tekur til allra þátta í starfssemi fyrirtækisins; hönnunar, sölu og framleiðslu hverfisteyptra kera, loka, bretta og fylgihluta, auk tanka, brunna rotþróa og sand-, olíu – og fituskilja ásamt sérhönnun viðskiptavina. Sæplast Iceland hefur það að leiðarljósi að framleiðsluvörur þess og þjónusta uppfylli ýtrustu gæðakröfur fyrirtækisins og mæti með því óskum og væntingum viðskiptavina sinna.

Sæplast Iceland leggur áherslu á eftirtalin gæðaviðmið:

  • Að vörumerkin Sæplast og Nordic verði áfram í fremstu röð á heimsvísu
  • Að fylgjast með og mæla reglulega ánægju viðskiptavina með þjónustu fyrirtækisins
  • Að standa við skuldbindingar varðandi gæði framleiðslu og tímasetta afhendingu hennar
  • Að öryggi notenda framleiðsluvara Sæplasts sé haft að leiðarljósi, ekki einungis með því að framfylgja lögum og reglugerðum er varða framleiðslu umbúða fyrir matvælaiðnaðinn (sbr. Fit For Food og REACH) heldur líka þegar litið er til öruggrar notkunar þeirra við stöflun og hífingu
  • Að lágmarka umhverfisáhrif starfsseminnar eins og kostur er, t.d. með flokkun sorps og nýtingu raforku við kyndingu í stað olíu
  • Að tryggja hæfni, getu og þekkingu starfsmanna til að sinna verkefnum sínum á fullnægjandi og öruggan hátt
  • Að allur búnaður, sem þarf til reksturs fyrirtækisins, uppfylli þarfir starfsmanna, gæðaviðmið og ítrustu öryggiskröfur
  • Að vinna stöðugt að framförum, nýjungum og hagkvæmni í rekstri
  • Að reka virkt gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 og vinna að stöðugum umbótum á því