Gæðastefna Sæplast Iceland

Gæðastefna Sæplast Iceland tekur til allra þátta í starfsemi fyrirtækisins; hönnun, sölu og framleiðslu hverfisteyptra vara. Hverfisteyptar vörur eru m.a.; ker, lok og bretti, sem og tankar, brunnar, rotþrær og sand-, olíu- og fituskiljur ásamt sérvörum að ósk viðskiptavina. Sæplast Iceland hefur það að leiðarljósi að framleiðsluvörur þess og þjónusta uppfylli ítrustu gæðakröfur fyrirtækisins og mæti með því væntingum og þeim samningum sem gerðir hafa verið við þá.

Sæplast Iceland leggur áherslu á eftirtalin gæðaviðmið:

  • Að vörumerkin Sæplast og Nordic verði áfram í fremstu röð á heimsvísu
  • Að öryggi notenda framleiðsluvara Sæplast Iceland sé haft að leiðarljósi. Undir það falla kröfur matvælaiðnaðarins um matvælaöryggi sem og öryggi notanda við meðhöndlun, sbr. stöflun og hífingu
  • Að standa við skuldbindingar varðandi gæði framleiðslu og þjónustu
  • Að fylgjast með og mæla reglulega ánægju viðskiptavina
  • Að lágmarka umhverfisáhrif starfsseminnar eins og kostur er
  • Að allur búnaður sem þarf til reksturs fyrirtækisins uppfylli þarfir starfsmanna, gæðaviðmið og ítrustu öryggiskröfur
  • Að vinna stöðugt að framförum, nýjungum og hagkvæmni í rekstri
  • Að reka virkt gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001 og vinna að stöðugum umbótum á því