Sæplast styður Aurora velgerðasjóð.

 

Í haust gafst Sæplast tækifæri á að styðja áhugavert verkefni á vegum Aurora velgerðasjóðs sem hefur það meginmarkmið að stuðla að því að styrkja menningar- og velgerðamál á Íslandi og erlendis. Sjóðurinn hefur sett samtals 780 milljónir króna í hin ýmsu verkefni og hefur sérstakt sjávarútvegsverkefni verið sett af stað í Sierra Leone í Afríku.

Aurora skrifaði undir 10 ára samning árið 2015 um að taka við rekstri fjögurra löndunar- og fiskvinnslustöðva og verður lögð áhersla á að efla þekkingu fiskimanna á veiðiaðferðum, vinnslu á sjávarfangi og dreifingu þess á markað eins og segir á síðu Aurorafund.is

Aurora hafði samband við Sæplast varðandi fiskiker og sendu Sæplast ker til Afríku en sendingin tók hátt í 3 mánuði að berast þessa löngu leið. 
Á Facebook síðu Aurorafund segir að mikil ánægja hafi verið að fá sendinguna en einnig kom tölvubúnaður frá Arion banka og Samskip sá um sendinguna. 

Kerin frá Sæplast eru hönnuð með sérstöku einangrunargildi í huga en þau halda vörunni kaldri í miklum hita á þessu svæði og þar með vernda verðmæti hennar. 

Við hjá Sæplast vonum að kerin komi að góðum notum og þökkum Aurora fund fyrir sitt mikilvæga starf í uppbyggingu Sierra Leone.

 

Tekið á móti kerunumTekið á móti kerunumTekið á móti kerjum Tekið á móti kerjum