Skólabúnaðarstyrkur fyrir nýnema í Dalvíkurbyggð

Allir sáttir með nýjar töskur
Allir sáttir með nýjar töskur

Nýjar töskur fyrir nýja nemendur

Eins og undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum sem eru að taka sín fyrstu skref í 1. bekk í Dalvíkurskóla skólatöskur og pennaveski.

Okkur þykir mikilvægt að þessari hefð sé haldið áfram. Hugmyndin er að allir taki þessi mikilvægu skref inn í skólann jafnir, allir geti fengið það sem þarf fyrir skólagönguna og á sama tíma létta aðeins undir foreldrum þar sem þessi kostnaður getur reynst nokkuð mikill.

Venjan er að börnin geri sér ferð í Sæplast til að þiggja gjöfina, því fylgir alltaf jafn mikill spenningur og gleði. Engar breytingar áttur sér stað í þeim málum, öll hress og kát, sátt með nýja skóladótið sitt.

Sæplast þakkar öllum kærlega fyrir komuna og óskar öllum nýnemum góðs gengis á sínu fyrsta ári í Dalvíkurskóla.