Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð á Icefish 2022

Arnar Snorrason tekur við verðlaunum fyrir hönd Sæplasts
Arnar Snorrason tekur við verðlaunum fyrir hönd Sæplasts

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru afhent við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 8. júní. Verðlaunin settu lokapunktinn á fyrsta dag sýningarinnar sem stendur yfir dagana 8.-10. júní

Tilgangur verðlaunanna er að heiðra afburði í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi og beina ljósum að hugmyndaríkustu og frumlegustu vörunum ásamt því að veita framúrskarandi vörum og þjónustu viðurkenningu.

Verðlaunin í ár eru styrkt af Vónin, Bureau Veritas og Morgunblaðinu. Verðlaunahafar voru valdir af nefnd sérfræðinga undir formennsku Guðjóns Einarssonar, fyrrum ritstjóra Fiskifrétta og Jason Holland, ritstjóra World Fishing & Aquaculture Magazine. 

Sæplast fékk sérstaka viðurkenningu fyrir sigur í flokknum "Aukin verðmætasköpun í vinnslu, stórfyrirtæki með yfir 50 starfsmenn".

Sæplast kynnti til leiks nýtt ker sem hannað er með áherslu á að lækka flutnings- og geymslugjöld, tryggja gæði fisks, draga úr gróðurhúsaáhrifum og viðhalda öryggi í stölfun. Tvíburakerin svokölluðu vinna saman að því að tryggja gæði og rýmisnýtingu á sama tíma og þau stuðla að sparnaði.

Áherslur tvíburakersins

 

 

Sjá nánar