Ruslatínsla 2023

Hér má sjá unglingahópinn í Dalvíkurskóla stuttu eftir ruslatínsluna
Hér má sjá unglingahópinn í Dalvíkurskóla stuttu eftir ruslatínsluna

Ruslatínsla 2023

Það var röskur hópur unglinga úr 9.bekk sem tók þátt í ruslatínslunni með Sæplasti 24.maí sl., sem fór nú fram sjötta árið í röð. Genginn var Sandurinn frá árósum Svarfaðardalsár vestur að Gámaröðinni við Sorphirðusvæðið og sýnilegt rusl tínt í poka. Talsvert af allskonar rusli var að finna eins og áður, en heilt yfir hefur þó magnið sem tínt er farið eitthvað minnkandi á þessu árabili. Greinilegt er að göngufólk sem fer reglulega um Sandinn grípur eitthvað af rusli sem það finnur á leiðinni og kemur því í sorptunnur.

Sæplast styrkir 9.bekk með 100.000 kr framlagi í ferðasjóð fyrir þátttökuna í ár og hvetur þau til að halda áfram að ganga vel um umhverfi sitt hvar sem þau eru. Plokk skiptir máli. Bara að tína upp einn plastpoka, einnota hanska eða umbúðir af jörðinni þá ertu að gera umhverfinu gagn og það skiptir verulega miklu máli.