Ruslatínsla austur á Sandi

Þriðjudaginn 1.júní fékk Sæplast 9.bekk Dalvíkurskóla með sér í lið til að tína upp rusl austur á Sandi. Gengið var frá árósum Svarfaðardalsár vestur að Gámaröðinni við Sorphirðusvæðið og frá hafnarsvæðinu til austurs eftir fjörunni að sömu endastöð.

Talsvert mikið af rusli var hreinsað á göngunni þetta árið. Göngufólk sem fer um Sandinn er að verða duglegra að grípa rusl sem það finnur á leiðinni og koma því í sorptunnur, en því miður virðist alltaf af nógu að taka.  Sæplast hefur síðustu ár komið að þessari ruslatínslu með 9. bekk og styrkt þau á móti með veglegri peningagjöf inn á ferðsjóð þeirra.  

Á myndinni sést þessi myndarlegi hópur samankominn ásamt starfsmanni Sæplasts. Draumur okkar er vitaskuld að fara erindisleysu í þessu verkefni, sem er auðvitað pínu óraunhæft en vonandi rætist hann einn daginn.