Sæplast á Seafood Processing Global!

Dagana 26-28. apríl fer fram stærsta sjávarútvegssýning ársins. Hún er að þessu sinni staðsett í Barcelona á Spáni. Um 30.000 manns frá yfir 100 löndum mæta á sýninguna á hverju ári og er hún því frábær vettvangur til þess að kynna starfsemi og vörur fyrir sjávarútveginn.

Undirbúningur fyrir sýninguna var mikill og hér má sjá básinn eftir uppsetningu! Þar sjá fulltrúar Sæplasts um að sýna vörur og nýjungar og ræða þær lausnir sem við bjóðum upp á.