Sæplast er ekki með starfsemi í Rússlandi

 

Að gefnu tilefni vilja stjórnendur Sæplasts koma því á framfæri að félagið er ekki með neina starfsemi í Rússlandi og hefur aldrei verið. Félagið er ekki með starfstöð í Rússlandi og enginn starfsmaður starfar á vegum fyrirtækisins þar í landi. Sæplast hefur selt ker til Rússlands til fjölda ára ýmist beint eða í gegnum umboðs og/eða dreifiaðila sem starfa á eigin vegum en frá því að Rússland réðst inn í Úkraínu hafa engar vörur verið seldar eða afgreiddar frá Sæplasti inn á Rússlandsmarkað. Fullyrðingar um starfsemi Sæplasts og viðskipti við Rússland eru því rangar.  Stjórnendur félagsins hafa reynt að koma þessum skilaboðum á framfæri við þá aðila hjá Yale háskóla sem tekið hafa saman lista yfir félög með starfsemi í Rússlandi, og íslenskir fjölmiðlar hafa vitnað í, en án árangurs. Ennfremur hefur þessum skilaboðum verið komið á framfæri við sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi með milligöngu Viðskiptaráðs Íslands.