Sæplast vekur athygli á stórri sýningu í Marokkó

Sölumaður Sæplast spjallar við áhugasama sjómenn.
Sölumaður Sæplast spjallar við áhugasama sjómenn.

Þann 15.-19. febrúar tók Sæplast þátt í sölusýningu Salon Halieutis sem var haldin í Agadir í Marokkó og vöktu einangruðu kerin frá Sæplast mikla athygli. 

Sæplast hannar einangruð ker fyrir sardínur, kolkrabba og annað sjávarfang á þessu svæði en mikilvægt þykir að viðhalda hitastiginu á vörunni rétt til þess að tryggja gæði hennar og þykja einangruð ker frá Sæplast bera af við hliðina á einföldum kerum þegar kemur að varmastjórnun.

Sölumennirnir höfðu í nógu að snúast að svara spurningum áhugasamra og þótti sýningin heppnast mjög vel. 

Yfir 300 sýnendur tóku þátt í sýningunni sem hefur verið haldin frá árinu 2011 og þykir orðin ein sú stærsta á þessu svæði. Markmið sýningarinnar er ekki einungis að sýna vörur heldur styrkja viðskiptasambönd, ýta undir vöruþróun og þróun samhliða því sem er að gerast á markaðinum hverju sinni ásamt því að deila hugmyndum en ýmsar skemmtilegar hugmyndir verða til á sýningum eins og þessum. 

Starfsmenn Sæplast voru ánægðir með sýninguna, þann áhuga sem einangruðu kerin fengu og þá fjölmiðlaumfjöllun sem fór fram á svæðinu. 

Myndir frá sýningunni

halieustichalieutishalieustishalieustishalieutishalieutishalieutishalieutis