Samstarf Önnu Kristínar Guðmundsdóttur, landslagsarkitekts og Sæplast Iceland ehf

Sjálfbær hönnun úr endurunnu hráefni

Nýtt og spennandi samstarf hefur verið gert milli Sæplast Iceland og Önnu Kristínar Guðmundsdóttur, landslagsarkitekts. 

Verkefnið snýst um hönnun og þróun á frumlegum bekk úr endurunnu plasti sem sækir innblástur í fjölbreytta nýtingu fiskikara frá Sæplast.

 

Frumleg lausn fyrir líflegri bæjarrými

Bekkurinn er hugsaður til að skapa aðdráttarafl á útivistarsvæðum og bæjarrýmum. Þetta samstarf sameinar sérþekkingu Önnu Kristínar í landslagshönnun og umfangsmikla reynslu Sæplast í framleiðslu úr endurunnu plasti, og styður áfram vegferð fyrirtækisins í átt að nýsköpun og sjálfbærni. 

Verkefnið mun hefjast með hönnun og hugmyndavinnu sem gæti leitt til frekari þróunar og kynningar á hönnunarsýningu.