Seafood Expo Russia 2019

Sæplast á Seafood Expo Russia
Sæplast á Seafood Expo Russia

Þessa dagana stendur yfir stór sjávarútvegssýning í St. Pétursborg í Rússlandi, Seafood Expo Russia. Sýningin er frábær vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna vörur, búnað og þjónustu í sjávarútvegi. Sæplast tekur þátt í sýningunni og búið er að setja upp flottan bás til að kynna vörurnar.  Sýningarsvæðið er um 13.000 fermetrar og augljóst að rýmið fyllist af gestum en talið er að yfir 7000 manns mæti á svæðið.  Sæplast er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á kerum, bæði tvöfalt einangruðum og þreföldum sérstyrktum PE kerum. Það er nokkuð ljóst að Sæplast mætir ströngustu kröfum atvinnulífsins með sterkbyggðum og endingargóðum vörum sem henta ólíkum starfsgreinum um allan heim.

Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast á https://seafoodexporussia.com/en/about/