Sjávarútvegsskólinn í heimsókn

Nemendur Sjávarútvegsskólans
Nemendur Sjávarútvegsskólans

Sjávarútvegsskólinn hefur starfað síðan 2013. Skólinn er ætlaður 14-16 ára nemendum með það markmið að auka á áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og fiskeldi. Að auki að benda nemendum á þá menntunarmöguleika sem í boði eru í framhalds- og háskólum. Skólinn er einnig hugsaður sem tól til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Árið 2016 tók Háskólinn á Akureyri yfir verkefnið.

Sæplast fékk heimsókn frá þessum hressu nemendum föstudaginn 13. júní þar sem þeim var sýnt frá hlutverki Sæplasts í sjávarútveginum. Einnig fengu þau að skoða framleiðsluna og tilheyrandi vinnu sem fer í að framleiða fiskiker.