Sýning Sjóminjasafnsins - Fiskur og fólk, sjósókn í 150 ár.

Sýning Sjóminjasafnsins
Sýning Sjóminjasafnsins

Sjóminjasafnið í Reykjavík enduropnaði helgina 9. og 10. júní með tveimur glæsilegum sýningum og koma Sæplast ker við sögu í annarri þeirra. 

Sýningin Fiskur & fólk: sjósókn í 150 ár á Sjóminjasafninu í Reykjavík fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátarnir viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Viðeigandi er að halda sýninguna í Sjómannasafninu við Grandargarð það sem þar var áður fiskvinnsla. Hönnun sýningarinnar var í höndum hollenska fyrirtækisins Kossmann.dejong. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, og sett fram á lifandi hátt með gripum og textum, myndum og leikjum. Sjá heimasíðu Sjóminjasafnsins

Á heimasíðunni segir að sýningin er byggð á aðalpersónu þessarar sögu: Fiskinn sjálfan. Honum er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og að landi, í gegnum vinnslu – og loks á diskinn.

Sýningin þykir metnaðarfull og fræðandi en á mörgum stöðum má sjá Sæplast ker sem meðfylgjandi myndir sýna. Sæplast kerin hafa verið stór partur af sjómennsku frá1984 og einnig í öðrum matvælaiðnaði. Í dag rekur Sæplast þrjár verksmiðjur á Íslandi, í New Brunswick í Kanda og á Spáni. 

 

 Myndir frá sýningunni

 sjósókn sjósókn

 sjósókn sjósókn sjósókn 

sjósókn sjósókn sjósókn