Viðurkenningar Sjávarklasans

Viðskiptablaðið. (2022).
Viðskiptablaðið. (2022).

Sæplast hlýtur viðurkenningu

Nú á dögunum veitti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti fjórar viðurkenningar Íslenska sjávarklasans til fólks eða fyrirtækja sem eflt hafa nýsköpunarstarf og samvinnu í tengslum við Sjávarklasann.  Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi. 

Sæplast hlaut viðurkenningu fyrir að hafa liðsinnt mörgum nemendum og minni fyrirtækjum, sem hafa sýnt áhuga á endurnýtingu plasts og framleiða ýmsa nytjahluti. Áhugi fyrirtækja innan Sjávarklasans eins og Sæplast fyrir því að auka veg endurvinnslu og liðsinna frumkvöðlum er grundvöllur velgengni margra sprota í Sjávarklasanum.

Sjá nánar