Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
NÝTT SÆPLAST KER SEM SKVETTIST SÍÐUR ÚR
Sígilda 660L SÆPLAST PE kerið er nú fáanlegt í endurbættri útgáfu sem dregur úr líkum á því að það skvettist upp úr kerinu. Nýja útgáfan er með upphleyptri brún og lokið sem er með sílikon pakkningu smellpassar á kerið. Þessi snjalla hönnun tryggir þéttari lokun þannig að auðvelt og öruggt er að meðhöndla kerið við vinnsluna. Að auki er auðvelt að fjarlægja pakkninguna til þess að þrífa hana eða skipta út fyrir nýja.
Kerið er steypt úr endingargóðu, slitsterku pólýetýlen sem gerir það að fullkomnum kosti þegar kemur að því að meðhöndla afurðir sem geymdar eru í vökva. Það hentar því afar vel undir ýmsar aukaafurðir, til endurvinnslu eða meðhöndlunar á úrgangi.
Kerið stenst vel harða meðferð, miklar hitabreytingar og reglulegan þvott, sem gerir það að afar hentugri lausn við matvælavinnslu eða í pakkhúsum.
Það getur verið sóðalegt að meðhöndla hálffljótandi matvöru fyrir alla sem hlut eiga að máli. Með því að nota Sæplast 660 kerið getur þú dregið úr áhættunni á að það skvettist úr kerinu við meðhöndlun, flutning eða vinnslu.
Tilvalinn aukahlutur er síðan SÆPLAST drenplatan sem hægt er að panta aukalega. Platan sér til þess að auðvelt er að tæma kerið af vökva og kemur í veg fyrir að kekkir og stíflur myndist. Þrefalt pólýetýlen 660L kerið er hannað með hreinlæti og auðvelda meðhöndlun að leiðarljósi.
Bókaðu tíma hjá sölumönnum okkar og við finnum hreinlegustu lausnina fyrir þig.