Sterkustu kerin

EKKERT STENST SÆPLAST KERUNUM SNÚNINGSÆPLAST  630 Liter Container

Okkur hefur tekist að hanna harðgerðustu en jafnframt hreinlegustu ker sem fáanleg eru á markaði í dag. SÆPLAST 630L PE kerið er gott dæmi um það.

Eins og öll SÆPLAST kerin er þetta 630 lítra ker búið til úr 100% pólýetýlene sem stenst allar matvælakröfur. Kerið er sérstaklega hentugt í kjötvinnslu og undir aukaafurðir í sláturhúsum. Kerið er þrefalt með einangruðum kjarna og stenst álagi og óblíða meðferð betur en flest önnur. Enda endast SÆPLAST PE kerin fimm til sjö sinnum lengur en einföld óeinangruð ker.

Í ílátum sem gerð eru úr ryðfríu stáli, bylgjupappa eða einföldu plasti geta bakteríur leynst víða auk þess sem þeir sem meðhöndla þau eru í meiri hættu á að slasa sig. Þetta þýðir að ílát af þessari gerð eru ekki besti kosturinn þegar kemur að meðhöndlun á kjötvöru.

Heilsteypta Sæplast 630L PE kerið er auðvelt að þrífa, halda við og gera við. Gegnheili innri kjarninn kemur í veg fyrir að kerið dragi í sig vökva og það er laust við samskeyti sem geta brotnað eða skorur sem erfitt er að þrífa upp úr.

SÆPLAST PE kerið er besta lausnin ef þú ert að leita að ódýrum ílátum sem eru örugg fyrir kjötafurðir þínar og að sama skapi örugg fyrir starfsmenn þína.

Pantaðu tíma hjá söluteymi okkar og við munum aðstoða þig við að finna rétta kerið, sniðið að þínum þörfum.