Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Fyrir hámarks varmaeinangrun
Fyrir hámarks styrk
Athugið: Litaval og magn getur haft áhrif á verð
Sæplast 460 einangrað ker er sígildur valkostur okkar viðskiptavina í gegnum árin og á meðal okkar vinsælustu kera. Það hentar einstaklega vel í sjávarútvegi, bæði um borð í fiskiskipum en einnig við landvinnslu sem öflugt og gott ísker og fiskiker. Kerið er tvöfalt með kjarna úr polyethylene og því einsktaklega sterkt og endingargott. Hægt er að stafla Sæplast 460 plastkerinu með Sæplast 340 og 600. Þá eru á kerinu öflugir hankar sem tryggja örugga hífingu auk þess sem kerið er aðgengilegt frá öllum hliðum hvort heldur er um að ræða brettatjakk eða lyftara. Einn helsti kostur Sæplast 460 einangraða kersins er hve vel það passar inn í algengustu flutningabíla í Evrópu. Þá uppfyllir kerið ISO 6780 staðalinn um helstu stærðir, þolgæði og meðhöndlun lyftara og brettatjakka. Aðrar kröfur sem tryggja auðvelda og skilvirka meðhöndlun eru einnig uppfylltar. Sæplast 460 einangrað ker hefur einnig verið notað sem kjötker, söfnunarker og ker fyrir ýmsan annan matvælaiðnað.
Sæplast 460 Einangrað Ker Spurðu okkur
Um Sæplast einangruð ker:
Einangruðu kerin frá Sæplast hafa frá upphafi haft gott orð á sér fyrir endingu, einangrun og styrk. Rannsóknir hafa verið gerðar varðandi PUR varmaeinangrun kerjanna og ljóst er að Sæplast kerin tryggja lengri varmaeinangrun og þar með gæði matvæla. Einnig hafa rannsóknir verið gerðar á styrk PE einangrun kerjanna sem sýna að kerin geta enst í mjög langan tíma sé farið vel með þau. Margar týpur af Sæplast plastkerum eru staflanleg og aðgengi er fyrir gólf og gaffallyftara frá öllum hliðum auk þess er hægt að hífa sum kerin með hífi.
Litavalmöguleikar, merkingar og rekjanleiki eru í boði fyrir Sæplast einangruð ker. Sjá frekari upplýsingar neðar á síðunni eða hafðu samband við okkur.
Styrkur sem mætir hörðustu kröfum - PE einangrun
Sæplast PE einangruð ker eru hönnuð með styrkleika og endingu í huga en veggir kersins og einangrunin er gerð úr polyethylene.
Sæplast PE plastker eru því með þreföldum veggjum og þar með þau sterkustu á markaðnum í dag. Þau eru hönnuð á þann hátt að draga ekki í sig raka og vera einstaklega endingargóð. Þessir eiginleikar viðhalda gæði vörunnar og draga úr kostnaði kaupanda en einnig er auðvelt að gera við ker sem hljóta einhverjar skemmdir.
Sæplast einangruð ker eru notuð um allan heim í ýmsan matvælaiðnað til að endast og að halda utan um rétt hitastig vörunnar hvort sem um er að ræða frosin eða ísuð/kæld matvæli og eru kerin hönnuð á þann hátt að hrinda auðveldlega óhreinindum frá sér og gera þrif á þeim auðveld. Kerin hafa líka verið notuð sem söfnunarker fyrir ýmsan úrgang eða öðru því tengt hvort sem er í matvælaiðnaði eða endurvinnslu. Kerin koma í ýmsum stærðum og gerðum og eru sölumenn Sæplast alltaf tilbúnir til þess að aðstoða við val og hjálpa til við að finna lausnir fyrir viðskiptavini.
Sæplast PE einangruð ker eru þekkt fyrir styrkleika og endingu. Sæplast einangruð ker eru örugg og endingargóð fyrir matvælaiðnaðinn og hefur Sæplast frá upphafi tekist að viðhalda orðspori sínu sem framleiðandi gæðavara sem veitir framúrskarandi þjónustu.
• Sterk, endingargóð og hagnýt plastker, örugg í flutningum
• Sæplast PE einangruð ker endast allt að 6-10 sinnum lengur en hefðbundin einföld ker
• Slétt hönnun eykur hreinleika og hindrar viðloðun óhreininda
• Hönnun kerjanna býður uppá auðveld þrif og takmarkar viðloðun óhreininda
Kostnaður á flutningi á vörunum okkar getur verið mismunandi eftir stærð, magni og áfangastað.
Söluteymi Sæplast er reiðubúið að finna hagkvæmustu lausnina fyrir flutning hvert á land sem er.
Sæplast býður uppá möguleika varðandi liti, merkingar og rekjanleg merki á kerum.
Litavalmöguleikar Merkingar/Logo Rekjanleg merki