Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Fyrir hámarks varmaeinangrun
Fyrir hámarks styrk
Athugið: Litaval og magn getur haft áhrif á verð
Sæplast 380 einangrað ker er sterkt, fjölhæft, vel einangrað og meðfærilegt plastker. Það er eitt vinsælasta kerið okkar af smærri gerðinni. Það hentar vel við meðhöndlun á ferskum fiski um borð í skipum en einnig við vinnslu hráefnis. Notkun þess um borð í bátum árum saman hefur sýnt að það er ótrúlega endingargott. Kerið hentar sérstaklega vel fyrir litla og meðalstóra fiskibáta sem ísker og fiskiker. Það hentar líka einstaklega vel til geymslu og flutnings á ferskum sjávarafurðum. Sæplast 380 einangrað plastker hentar einnig sem kjötker og ker fyrir allan annan matvælaiðnað. Kerið byggt upp úr þrem lögum, polyethylene að utan en milli veggjanna er kjarni úr polyurethane og því er kerið með mikið einangrunargildi. Hægt er að komast að kerinu frá öllum fjórum hliðum þegar notaður er lyftari en frá tveimur hliðum þegar um brettatjakk er að ræða.
Um Sæplast einangruð ker:
Einangruðu kerin frá Sæplast hafa frá upphafi haft gott orð á sér fyrir endingu, einangrun og styrk. Rannsóknir hafa verið gerðar varðandi PUR varmaeinangrun kerjanna og ljóst er að Sæplast kerin tryggja lengri varmaeinangrun og þar með gæði matvæla. Einnig hafa rannsóknir verið gerðar á styrk PE einangrun kerjanna sem sýna að kerin geta enst í mjög langan tíma sé farið vel með þau. Margar týpur af Sæplast plastkerum eru staflanleg og aðgengi er fyrir gólf og gaffallyftara frá öllum hliðum auk þess er hægt að hífa sum kerin með hífi.
Litavalmöguleikar, merkingar og rekjanleiki eru í boði fyrir Sæplast einangruð ker. Sjá frekari upplýsingar neðar á síðunni eða hafðu samband við okkur.
Einangrunargildi - varmastjórnun
Sæplast PUR einangruð ker eru slétt, hverfissteypt tvöföld ker en PUR stendur fyrir polyurethane einangrun sem er dælt inn í veggi kersins til að tryggja gott einangrunargildi þeirra sem skilar sér í að vara helst köld/frosin lengur en með hefðbundnum einföldum plast eða frauðkössum. Í yfir 30 ár hefur Sæplast þróað einstaka tækni til að auka árangur kerjanna hvað varðar styrk og endingu bæði í veggjum þeirra sem og einangrun.
Sæplast einangruð ker eru notuð um allan heim í ýmsan matvælaiðnað til að halda utan um rétt hitastig vörunnar hvort sem um er að ræða frosin eða ísuð/kæld matvæli og eru kerin hönnuð á þann hátt að hrinda auðveldlega óhreinindum frá sér og gera þrif á þeim auðveld. Kerin hafa líka verið notuð sem söfnunarker fyrir ýmsan úrgang eða öðru því tengt hvort sem er í matvælaiðnaði eða endurvinnslu. Kerin koma í ýmsum stærðum og gerðum og eru sölumenn Sæplast alltaf tilbúnir til þess að aðstoða við val og hjálpa til við að finna lausnir fyrir viðskiptavini.
Sæplast einangruð ker eru örugg og endingargóð fyrir matvælaiðnaðinn og hefur Sæplast frá upphafi
tekist að viðhalda orðspori sínu sem framleiðandi gæðavara sem veitir framúrskarandi þjónustu.
• Góð varmaeinangrun tryggir stöðugt hitastig vörunnar
• Lok eru í boði en þau halda enn betur að vörunni og hitastigi hennar
• Hönnun kerjanna býður uppá auðveld þrif og takmarkar viðloðun óhreininda
• Sæplast einangruð ker hafa orð á sér að vera einstaklega sterk og endingargóð
Kostnaður á flutningi á vörunum okkar getur verið mismunandi eftir stærð, magni og áfangastað.
Söluteymi Sæplast er reiðubúið að finna hagkvæmustu lausnina fyrir flutning hvert á land sem er.
Sæplast býður uppá möguleika varðandi liti, merkingar og rekjanleg merki á kerum.
Litavalmöguleikar Merkingar/Logo Rekjanleg merki