Ánægja með söfnunarker

Upp á síðkastið hafa verið í framleiðslu söfnunarker til flokkunar á sorpi. Kerin eru tvískipt og lokin merkt með litum og merkingu. Söfnunarkerin hafa nú þegar verið tekin í notkun á öllum ísfiskskipum Samherja og ÚA. Um miðjan janúar verður næsta framleiðslulota tekin í notkun á línuskipinu Önnu EA 305 og uppsjávarskipunum Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 og Margréti EA 710.