Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Frá árinu 1979 hefur Aqua Nor sýningin verið haldin og er hún með þeim stærstu þegar kemur að sýningum um fiskeldistækni. Margskonar nýjungar koma fram ár hvert til að bæta fiskeldi og auka afköst og hafa um 20.000 manns sótt sýninguna frá 76 löndum.
Með hraðri tækniþróun hefur iðnaðurinn vaxið gífurlega á síðustu árum og er Aqua nor mikilvægur vettvangur fyrir þá sem starfa í og kringum fiskeldi. Þessi tækniþróun kemur fram á öllum sviðum fiskeldis allt frá fóðrun til öryggismála.
Starfsmenn Sæplast tóku þátt í sýningunni og sýndu meðal annars Sæplast 460 einangruð ker, Nordic ker og Buggy vöruvagna.
Frekari upplýsingar um sýninguna má finna á vefsíðu Aqua Nor
Myndir frá uppsetningu áður en sýningin hófst.