Dregið út vinningshafa

Jón Sæmundsson Öryggis- og gæðafulltrúi afhendir Arkadiusz Sobczak verðlaunin.
Jón Sæmundsson Öryggis- og gæðafulltrúi afhendir Arkadiusz Sobczak verðlaunin.

Í nóvember sl. var settur af stað leikur til að efla starfsmenn til að finna mögulegar slysahættur á vinnustað og tilkynna þær.
Verðlaun voru í boði og starfsmenn skiluðu skýrslu um slysahættuna og var síðan dregið úr skýrslunum. Með þessu var einnig verið að einblína á að lagfæra mögulegar hættur og bæta þannig starfsumhverfi og öryggi starfsmanna. 


Leikur að þessu tagi er reglulegur liður í stefnu Sæplast um öryggismál og voru allir starfsmenn beðnir um að taka þátt. 
Vinningshafinn að þessu sinni var Arkadiusz Sobczak og fékk hann í verðlaun gjafabréf frá Greifanum.